Viðskipti erlent

Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karen Millen.
Karen Millen. vísir/getty

Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni.

Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn.

Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi.

Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það.

„Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
1,06
2
1.261
SYN
0,6
1
150
MARL
0,26
11
661.469
SIMINN
0,11
5
100.324
REGINN
0,11
8
170.457

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-3,23
63
197.498
ICEAIR
-1,11
16
242.371
VIS
-0,99
2
98.130
SJOVA
-0,93
2
16.303
EIK
-0,82
7
99.537