Erlent

Árásarmaðurinn var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á Orly-flugvelli og annars staðar í París um helgina.
Mikill viðbúnaður var á Orly-flugvelli og annars staðar í París um helgina. Vísir/AFP

Maðurinn sem réðst á hermann á Orly-flugvelli í París á laugardag og var skotinn til bana í kjölfarið var undir miklum áhrifum áfengis og eiturlyfja.
Þetta kemur fram í krufningarskýrslu mannsins en saksóknari í París segir að fundist hafi merki um kókaín og kannabis í blóði hans auk áfengis.
Maðurinn náði að taka byssu af hermanninum og beina henni að höfði hans um leið og hann sagðist reiðubúinn að deyja fyrir Allah.
Í frétt BBC er greint frá því að maðurinn, Zied Belgacem, hafi snúist til öfgafullrar íslamstrúar í fangelsi, en hann var 39 ára og átti langan sakaferil að baki.
Faðir hans hefur hinsvegar staðhæft að hann hafi ekki verið trúaður, hann hafi aldrei beðist fyrir og drukkið áfengi í óhófi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira