Viðskipti innlent

Hafa ekki upplýsingar um atkvæðisrétt fjórða aðilans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/Pjetur

Fjármálaeftirlitið segir að ónákvæmni hafi gætt í tilkynningu eftirlitsins frá því í dag þar sem greint var frá því að atkvæðisréttur fylgdi ekki með kaupum Goldman Sachs og vogunarsjóðanna Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital á samanlagt um 29,2 prósenta hlut í Arion banka.

Í tilkynningu á vef Fjármálaeftirlitsins segir að eftirlitið hafi aðeins vitneskju um að atkvæðisréttur fylgdi ekki kaupum þriggja stærstu aðilanna, fremur en þeim aðilunum fjórum, líkt og sagði í fyrri tilkynningu Fjármálaeftirlitsins.

„[H]ið rétta er að Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta atriði að því er varðar þrjá stærstu aðilana, en hefur ekki upplýsingar um þetta atriði varðandi þann fjórða,“ að því er segir í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu.

Tilkynnt var í gær um að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingasjóðum, hafi keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka.

Auk Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, samastendur kaupendahópurinn af Taconic Capital (9,99%), Attestor Capital (9,99%) og Och-Ziff Capital (6,6%).


Tengdar fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu.

Goldman Sachs og þrír sjóðir kaupa um 30 prósent í Arion banka

Í tilkynningu sem Kaupþing sendi frá sér rétt í þessu til Kauphallarinnar kemur fram að samkomulagið geri jafnframt ráð fyrir að fjárfestahópurinn fái kauprétt að 21,9 prósenta hlut til viðbótar sem verður á hærra gengi en greitt var fyrir hlutinn í lokaða útboðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*