Körfubolti

Bonneau og Axel sterkir í sigri Kanínanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bonneau á ferðinni.
Bonneau á ferðinni. vísir/stefán

Svendborg Rabbits vann fínan útisigur, 67-72, á Næstved í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Stefan Bonneau skoraði 14 stig fyrir lið Arnars Más Guðjónssonar í kvöld. Axel Kárason skoraði 5 stig og tók 8 fráköst fyrir Kanínurnar.

Leikurinn var lengi vel hnífjafn og Næstved skrefi á undan. Kanínurnar tóku þá frumkvæðið undir lokin og þar vóg þriggja stiga karfa frá Axel þungt.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í átta liða úrslitum.
Fleiri fréttir

Sjá meira