Innlent

Íbúar sex húsa losna ekki við ólykt á Akranesi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Óþefinn frá verksmiðjunni leggur stundum yfir bæinn.
Óþefinn frá verksmiðjunni leggur stundum yfir bæinn. Vísir/gva
Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál hefur vísað frá kröfu íbúa sex húsa á Akranesi þess efnis að starfsleyfi fiskþurrkunar HB Granda í bænum verði fellt úr gildi.

HB Grandi sótti um endurnýjun á starfsleyfi í mars í fyrra og veitti Heilbrigðiseftirlit Vesturlands slíkt leyfi til bráðabirgða. Núgildandi leyfi rennur út 1. maí.

Íbúarnir kvörtuðu meðal annars yfir mikilli lyktarmengun sem legði frá verksmiðjunni. Þá var einnig sett út á það að verksmiðjan notaði óson til að draga úr lykt.

Að mati nefndarinnar var meðalhófs gætt við ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins, notkun ósons væri innan leyfilegra marka og þá væri starfsleyfinu markaður fyrirfram ákveðinn tími. Því var því hafnað að fella leyfið úr gildi.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×