Innlent

Ríkissaksóknari fær samþykktar þrjár endurupptökubeiðnir

Anton Egilsson skrifar
Endurupptökunefnd hefur samþykkt endurupptöku á þremur dómsmálum.
Endurupptökunefnd hefur samþykkt endurupptöku á þremur dómsmálum. Vísir/Hari

Endurupptökunefnd hefur samþykkt þrjár endurupptökubeiðnir sem lagðar voru fram af ríkissaksóknara. Frá þessu var greint á vef nefndarinnar í dag.

Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti. Dómsmálin þrjú sem endurupptökunefnd heimilaði endurupptöku á voru öll dæmd í héraði.  

Grundvöllur beiðna ríkissaksóknara í öllum þremur tilvikum var sá að ríkissaksóknari varð þess áskynja að þeir dæmdu í málunum hefðu að öllum líkindum verið gerð mun þyngri refsing en efni stóðu til. 

Komst endurupptökunefnd að þeirri niðurstöðu í öllum tilvikum að verulegur galli hefði verið á málsmeðferð í skilningi laga um meðferð sakamála og að líklegt væri að sá galli hefði haft áhrif á niðurstöðu í málunum. Af þeim sökum væri því heimilt að endurupptaka málin.
Fleiri fréttir

Sjá meira