Handbolti

Aron og félagar fá góðan liðsstyrk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahe er afar öflugur leikmaður.
Mahe er afar öflugur leikmaður. vísir/getty

Það var tilkynnt í gær að franski landsliðsmaðurinn Kentin Mahe væri á förum frá Flensburg til ungverska liðsins Veszprém.

Hann fer þó ekki til Ungverjalands fyrr en sumarið 2018. Hann segist ætla að virða samning sinn við Flensburg og mun ekki ýta á eftir því að komast burt strax í sumar.

Ljubomir Vranjes er að hætta sem þjálfari Flensburg í sumar til þess að taka við Veszprém og ungverska landsliðinu. Hans fyrsta verk var að semja við sinn núverandi leikmann.

Flensburg tilkynnti einnig í gær að Maik Machulla myndi taka við starfi Vranjes hjá þýska félaginu. Hann hefur verið aðstoðarmaður Vranjes.

Aron Pálmarsson spilar með Veszprém.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira