Handbolti

Aron og félagar fá góðan liðsstyrk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahe er afar öflugur leikmaður.
Mahe er afar öflugur leikmaður. vísir/getty

Það var tilkynnt í gær að franski landsliðsmaðurinn Kentin Mahe væri á förum frá Flensburg til ungverska liðsins Veszprém.

Hann fer þó ekki til Ungverjalands fyrr en sumarið 2018. Hann segist ætla að virða samning sinn við Flensburg og mun ekki ýta á eftir því að komast burt strax í sumar.

Ljubomir Vranjes er að hætta sem þjálfari Flensburg í sumar til þess að taka við Veszprém og ungverska landsliðinu. Hans fyrsta verk var að semja við sinn núverandi leikmann.

Flensburg tilkynnti einnig í gær að Maik Machulla myndi taka við starfi Vranjes hjá þýska félaginu. Hann hefur verið aðstoðarmaður Vranjes.

Aron Pálmarsson spilar með Veszprém.
Fleiri fréttir

Sjá meira