Erlent

Aldrei eins mörg börn látið lífið í átökum eins og í fyrra

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árið 2016 var versta árið fyrir börn í Sýrlandi þann tíma sem borgarastríðið hefur geisað í landinu. Aldrei hafa svo mörg börn látið lífið í áökum eins og í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Að minnsta kosti 625 börn dóu af þeim sökum, 255 þeirra voru í skólanum eða í grennd við hann þegar þau lentu í árás og er það 20 prósent aukning frá árinu 2015.

Tölurnar sem Unicef styðst við eru aðeins þau dauðsföll sem hafa formlega verið staðfest og því gæti talan verið mun hærri. Þá kemur fram í skýrslunni að talið sé að um 850 börn hafi verið neydd til að taka þátt í stríðinu í fyrra og er það einnig mikil aukning frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×