Körfubolti

Spurs upp að hlið Warriors

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leonard á ferðinni í nótt.
Leonard á ferðinni í nótt. vísir/getty

Kawhi Leonard heldur áfram að leiða lið San Antonio Spurs áfram í NBA-deildinni og hann átti enn einn stórleikinn í nótt.

Leonard skoraði 31 stig í nótt er liðið vann sannfærandi sigur á Atlanta. Eftir sigurinn er Spurs komið upp að hlið Golden State Warriors en þau eru með besta árangurinn í deildinni. 52 sigrar og 14 töp.

Eftir fimm tapleiki í röð náði Chicago Bulls loksins að vinna leik. Jimmy Butler með 23 stig þar.

Úrslit:

Charlotte-Chicago  109-115
Toronto-Dallas  100-78
Memphis-Milwaukee  113-93
San Antonio-Atlanta  107-99
Minnesota-Washington  119-104
Utah-LA Clippers  114-108
Sacramento-Orlando  120-115
Denver-LA Lakers  129-101

Staðan í deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira