Fótbolti

Búið að loka heimavelli Rostov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Í kartöflugörðunum heima söng Árni Johnsen. Þeir eru líklega að taka það lag í Rostov þessa dagana. Völlurinn er ekki smekklegur.
Í kartöflugörðunum heima söng Árni Johnsen. Þeir eru líklega að taka það lag í Rostov þessa dagana. Völlurinn er ekki smekklegur. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, gagnrýndi UEFA harkalega fyrir viku síðan þar sem sambandið leyfði Rostov að spila gegn Man. Utd á handónýtum heimavelli sínum í Evrópudeildinni.

Leikurinn fór fram í kartöflugarðinum og endaði 1-1. Nú viku síðar hefur rússneska úrvalsdeildin meinað Rostov að spila á vellinum þar sem hann sé ekki boðlegur. Viku of seint fyrir Mourinho.

„Ég hreinlega trúi því ekki að við eigum að spila á þessum velli. Ef völl skal kalla,“ sagði Mourinho hneykslaður fyrir leikinn.

Það var ekki bara að lítið gras væri á vellinum heldur var hann líka með hólum þannig að boltinn skoppaði skringilega. Mourinho sagði að það hefði ekki verið hægt að láta boltann ganga á þessum velli.

Síðari leikur liðanna á Old Trafford fer fram annað kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira