Ég til náms- og starfsráðgjafa - af hverju? Anna Lóa Ólafsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun