Fótbolti

Guardiola aldrei áður staðið í þessum sporum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola gengur af velli í kvöld.
Pep Guardiola gengur af velli í kvöld. Vísir/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur upplifað margt á sínum ferli en hann hefur aldrei staðið í þeim sporum sem hann stóð í eftir leikinn í Mónakó í kvöld.

Manchester City tapaði þá 3-1 á móti heimamönnum í Mónakó í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Mónakó fór áfram á fleiri mörkum skoruðu á útivelli. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en enn á ný var það varnarleikurinn sem fór með möguleika liðsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Pep Guardiola fer ekki með lið sitt í undanúrslit Meistaradeildarinnar en það hafði hann gert öll tímabil sín með Barcelona og Bayern München.

Pep Guardiola var í fjögur tímabil með Barcelona frá 2008 til 2012 og í þrjú tímabil með Bayern München frá 2013 til 2016.  Barcelona vann Meistaradeildina undir stjórn Pep 2009 og 2011 en fór í undanúrslitin 2010 og 2012. Bayern fór öll þrjú tímabilin í undanúrslitin en komst aldrei í úrslitaleikinn á meðan Guardiola stýrði liðinu.

Manchester City er jafnframt fyrsta liðið sem skorað sex mörk í einvígi í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en kemst ekki áfram í næstu umferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira