Körfubolti

Greiðsluseðill sendur á alla íbúa Keflavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Amin Stevens hefur verið einn besti leikmaður Domino's-deildar karla í vetur.
Bandaríkjamaðurinn Amin Stevens hefur verið einn besti leikmaður Domino's-deildar karla í vetur. vísir/anton

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur leitað eftir stuðningi íbúa við starf deildarinnar með því að senda greiðsluseðil upp á 2000 krónur á hvern íbúa Keflavíkur.

Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur og fjallað um á vef Víkurfrétta.

Fram kemur í yfirlýsingu Ingva Þór Hákonarsonar, formanns körfuknattleiksdeildarinnar, að um að valgreiðslu sé að ræða og að kvittun fyrir greiðslunni gildi einnig sem aðgöngumiði á heimaleik Keflavíkur.

Ingvi segir að deildin hafi verið endurskipulögð síðustu tvö árin en að það sé kostnaðarsamt. Rekstur hennar hafi þó gengið vel en „betur má ef duga skal,“ segir hann.

Keflavík er komið í 8-liða úrslit Domino's-deildar karla og leikur gegn Tindastóli. Kvennalið félagsins er í öðru sæti Domino's-deildar kvenna sem stendur.Fleiri fréttir

Sjá meira