Enski boltinn

Shakespeare: Vardy er enginn svindlari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri ætlaði í Jamie Vardy.
Samir Nasri ætlaði í Jamie Vardy. Vísir/Getty

Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City, hefur komið framherja sínum til varnar eftir að franski leikmaðurinn Samir Nasri kallaði Jamie Vardy svindlara.

Jamie Vardy „fiskaði“ Samir Nasri útaf með rautt spjald í Meistaradeildarleik Leicester City og Sevilla á þriðjudagskvöldið.

Craig Shakespeare hélt blaðamannafund í dag fyrir leik Leicester City á móti West Ham á laugardaginn og var sjálfsögðu spurður út í ummæli Samir Nasri.

„Jamie er enginn svindlari. Hann hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það heldur. Jamie svaraði þessu vel sjálfur og þetta mál er út úr myndinni,“ sagði Craig Shakespeare. Leicester hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Shakespeare og markatalan í þeim er 8-2 þeim í hag.

Sjá einnig: Nasri: Vardy er svindlari

Samir Nasri fékk sitt seinna gula spjald fyrir að skalla Jamie Vardy eftir að þeim tveimur lenti saman. Vardy féll „auðveldlega“ í jörðina en Nasri bauð hættunni heim vitandi það að hann var á gulu spjaldið.

Nasri gjörsamlega trylltist eftir að rauða spjaldið fór á loft og ætlaði í Vardy. Það þurfti nokkra leikmenn úr báðum liðum til að halda aftur af honum og sannfæra Frakkann um að yfirgefa völlinn.

Jamie Vardy og félagar lönduðu 2-0 sigri manni fleiri og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem þeir verða einu fulltrúar Englendinga.


Tengdar fréttir

Zidane: Enginn þjálfari vill mæta Leicester

Englandsmeistarar Leicester City halda uppi heiðri enskrar knattspyrnu í Meistaradeildinni og stóru liðin viðurkenna nú hvert af öðru að þau vilji alls ekki mæta liðinu í átta liða úrslitum keppninnar.

Buffon er hræddur við Leicester City

Juventus og Leicester City komust áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni í gær og markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, vill fyrir alla muni forðast að mæta Englandsmeisturum Leicester City í næstu umferð.

Wes Morgan: Við gerðum hið ómögulega aftur

Wes Morgan, fyrirliði Leicester City, átti flottan leik í kvöld og var líka kátur eftir 2-0 sigur á Sevilla sem skilaði enska liðinu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira