Erlent

Tökulið BBC átti fótum sínum fjör að launa undan eldgosi í Etnu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi BBC frá í dag.
Skjáskot úr myndbandi BBC frá í dag.

Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC og nokkrir ferðamenn áttu fótum sínum fjör að launa við eldfjallið Etnu á Sikiley í dag þegar mikil sprenging varð í fjallinu með þeim afleiðingum að grjóti rigndi yfir þá sem þar voru staddir. Sprengingin varð þegar hraun rann inn í snjó svo úr varð afar heit gufa.

Á meðfylgjandi myndbandi sést sprengingin en um átta manns slösuðust við hana en Rebecca Morelle, vísindablaðamaður BBC, sem stödd var á fjallinu sagði að enginn úr hópi BBC hefði þó slasast. Hún sagði að öllum væri hins vegar mjög brugðið enda hefði þetta verið mjög ógnvekjandi reynsla.

Etna er eitt virkasta eldfjall í heimi og hófst eldgos á fjallinum þann 28. febrúar síðastliðinn sem stendur enn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira