Tónlist

Greta Salóme lætur Fjallið finna fyrir því í ræktinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafþór þarf að taka á því hjá söngkonunni.
Hafþór þarf að taka á því hjá söngkonunni.

Tónlistarkonan Greta Salóme frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á Vísi í dag og er það við lagið My Blues sem hún tók laglega á lokakvöldi Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag.

Aflraunamaðurinn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson er í aðalhlutverki í myndbandinu og lætur Greta hann heldur betur hafa fyrir því í ræktinni. Myndbandið er framleitt af framleiðslufyrirtækinu Silent en það er Ásgeir Helgi Magnússon sem leikstýrir því.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá Gretu en hún var með þrenna tónleika um helgina, í Eldborgarsal Hörpu og tvenna í Hofi á Akureyri. Uppselt var á þá alla. 

Eiga ekki öll þessi lög að vera í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins?


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira