Enski boltinn

Cahill tryggði Chelsea sigur undir lokin | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Gary Cahill tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Chelsea er nú með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar en Cahill skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Willian skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea á 13. mínútu en Jonathan Walters jafnaði metin úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir hálfleik.

Stoke er í 9. sæti með 36 stig en Chelsea er með 69 stig á toppnum eftir 28 leiki. Með 13 stigum meira en Tottenham og Manchester City sem eiga leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira