Enski boltinn

Cahill tryggði Chelsea sigur undir lokin | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Gary Cahill tryggði Chelsea 2-1 sigur á Stoke City á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Chelsea er nú með 13 stiga forystu á toppi deildarinnar en Cahill skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Willian skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea á 13. mínútu en Jonathan Walters jafnaði metin úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir hálfleik.

Stoke er í 9. sæti með 36 stig en Chelsea er með 69 stig á toppnum eftir 28 leiki. Með 13 stigum meira en Tottenham og Manchester City sem eiga leik til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira