Enski boltinn

Manchester United upp í fimmta sætið með 600. sigrinum | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Manchester United vann Middlesbrough á útivelli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta dag 3-1.

Marouane Fellaini kom Manchester United á bragðið í dag með skallamarki af stuttu færi eftir sendingu Ashley Young eftir hálftíma leik.

Staðan í hálfleik var 1-0 en Jesse Lingard bætti öðru marki við á 62. mínútu með góðu skoti.

Middlesbrough hleypti spennu í leikinn þegar Rudy Gestede minnkaði muninn á 77. mínútu eftir mistök í vörn Manchester United.

Middlesbrough sótti án afláts í leit að jöfnunarmarki en á síðustu mínútu uppbótartíma gerði Antonio Valencia út um leikinn eftir að Victor Valdes rann í marki Middlesbrough þegar hann ætlaði að spyrna frá marki sínu.

Þetta var 600. sigur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en ekkert lið hefur unnið eins marga leiki frá því að úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Með sigrinum lyfti Manchester United sér upp um tvö sæti eða upp í 5. sætið þar sem liðið er með 52 stig og þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Middlesbrough á í miklum vandræðum og er í næst neðsa sæti deildarinnar með 22 stig, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira