Körfubolti

Árið 2017 ætlar að reynast Martin og félögum erfitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/getty

Martin Hermannsson var næststigahæstur og stoðsendingahæstur hjá Charleville-Mezieres í kvöld en það dugði þó ekki liðnu til sigurs.

Charleville-Mezieres tapaði með fimm stigum á útivelli á móti Saint Chamond Basket, 84-79 en Saint Chamond er eitt af neðstu liðum deildarinnar.

Martin Hermannsson var með 10 stig, 5 stoðsendingar, 3 fráköst og 5 fiskaðar villur á 29 mínútum spiluðum. Hann tapaði hinsvegar sex boltum og klikkaði á á öllum þremur þriggja stiga skotum sínum.  

Þetta var sjötti tapleikur Martin og félaga í síðustu átta leikjum og ennfremur sjöunda tap liðsins á árinu 2017. Liðið vann 10 af 13 leikjum sínum fyrir áramót.

Tapið þýðir að Charleville-Mezieres datt niður í fjórða sæti frönsku b-deildarinnar.

Fleiri fréttir

Sjá meira