Körfubolti

Árið 2017 ætlar að reynast Martin og félögum erfitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/getty

Martin Hermannsson var næststigahæstur og stoðsendingahæstur hjá Charleville-Mezieres í kvöld en það dugði þó ekki liðnu til sigurs.

Charleville-Mezieres tapaði með fimm stigum á útivelli á móti Saint Chamond Basket, 84-79 en Saint Chamond er eitt af neðstu liðum deildarinnar.

Martin Hermannsson var með 10 stig, 5 stoðsendingar, 3 fráköst og 5 fiskaðar villur á 29 mínútum spiluðum. Hann tapaði hinsvegar sex boltum og klikkaði á á öllum þremur þriggja stiga skotum sínum.  

Þetta var sjötti tapleikur Martin og félaga í síðustu átta leikjum og ennfremur sjöunda tap liðsins á árinu 2017. Liðið vann 10 af 13 leikjum sínum fyrir áramót.

Tapið þýðir að Charleville-Mezieres datt niður í fjórða sæti frönsku b-deildarinnar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira