Handbolti

Fram lyfti sér af botninum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Andri var drjúgur fyrir Fram sem fyrr
Andri var drjúgur fyrir Fram sem fyrr

Fram lagði Val 20-18 í 24. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Fram var 12-11 yfir í hálfleik.

Valur var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn eða allt þar til í lokin þegar Fram komst yfir.

Fram leiddi allan seinni hálfleikinn og landaði mikilvægum sigri eftir spennandi leik.

Fram lyfti sér úr fallsæti með sigrinum en liðið er með 18 stig. Valur er í 5. sæti með 22 stig en farið að nálgast fallbaráttuna með hverju tapaða stiginu á fætur öðru.

Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði 7 mörk fyrir Fram og Andri Þór Helgason 6. Anton Rúnarsson skoraði 6 mörk fyrir Val og Orri Freyr Gíslason 4.

Upplýsingar um markaskorara og gang leiksins voru fengar af vef mbl.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira