Handbolti

Frækinn sigur Kristianstad

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty

Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur Íslendinganna í Kristianstad sem lögðu Guif 26-25 á útivelli í dag í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kristianstad komst með sigrinum í annað sæti deildarinnar en liðið skoraði tvö síðustu mörk leiksins sem tryggði liðinu sigur en liðið var undir stærsta hluta seinni hálfleiks.

Kristianstad var 14-13 yfir í hálfleik en liðið náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik.

Gunnar Steinn skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad. Arnar Freyr Aranrsson skoraði 2 og Ólafur Guðmundsson 1.Fleiri fréttir

Sjá meira