Handbolti

Frækinn sigur Kristianstad

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty

Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur Íslendinganna í Kristianstad sem lögðu Guif 26-25 á útivelli í dag í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kristianstad komst með sigrinum í annað sæti deildarinnar en liðið skoraði tvö síðustu mörk leiksins sem tryggði liðinu sigur en liðið var undir stærsta hluta seinni hálfleiks.

Kristianstad var 14-13 yfir í hálfleik en liðið náði mest sex marka forystu í fyrri hálfleik.

Gunnar Steinn skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad. Arnar Freyr Aranrsson skoraði 2 og Ólafur Guðmundsson 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira