Sport

Sjáðu Gunnar Nelson hengja Alan Jouban | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Gunnar Nelson bauð upp á stjörnuframmistöðu á bardagakvöldi UFC í London í kvöld er hann vann frábæran sigur á Bandaríkjamanninum Alan Jouban.

Gunnar bar sigur úr býtum með hengingartaki í annarri lotu - taki sem kallast guillotine eða fallöxin. Upphafið að endinum hjá Jouban var þegar hann vankaðist eftir frábært högg Gunnars með hægri hönd.

Hann er í níunda sæti áskorendalistans í veltivigt og ljóst að eftir bardaga kvöldsins á hann inni bardaga gegn sterkari andstæðingi, líklega síðar á þessu ári. Hann hefur nú unnið tvo bardaga í röð.

Ítarlega umfjöllun um Vísis má finna í fréttunum hér fyrir neðan en efst í fréttinni má sjá hvernig Gunnar gekk frá Jouban í annarri lotu. Henry Birgir Gunnarsson og Guttormur Árni Jónsson lýstu fyrir Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira