Körfubolti

Raggi Nat með risaleik á Spáni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragnar er farinn að sýna hvað í honum býr
Ragnar er farinn að sýna hvað í honum býr vísir/vilhelm

Ragnar Nathanaelsson fór mikinn fyrir lið sitt Albacete í spænsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Ragnar sem er betur þekktur sem Raggi Nat skoraði 15 stig og tók 12 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst, á 25 mínútum.

Liðinu gekk þó ekki eins vel því það tapaði 84-73 fyrir Tarragona. Albacete er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex sigra í 25 leikjum en liðið hefur aðeins unnið einn leik á árinu.

Ægir Þór Steinarsson var einnig í eldlínunni á Spáni um helgina en hann skoraði 9 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst þegar lið hans Burgos lagði Araberri 87-70 í spænsku B-deildinni.

Burgos er í öðru sæti deildarinnar með 19 sigra í 28 leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira