Körfubolti

Raggi Nat með risaleik á Spáni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ragnar er farinn að sýna hvað í honum býr
Ragnar er farinn að sýna hvað í honum býr vísir/vilhelm
Ragnar Nathanaelsson fór mikinn fyrir lið sitt Albacete í spænsku B-deildinni í körfubolta í gær.

Ragnar sem er betur þekktur sem Raggi Nat skoraði 15 stig og tók 12 fráköst, þar af 10 sóknarfráköst, á 25 mínútum.

Liðinu gekk þó ekki eins vel því það tapaði 84-73 fyrir Tarragona. Albacete er í næst neðsta sæti deildarinnar með sex sigra í 25 leikjum en liðið hefur aðeins unnið einn leik á árinu.

Ægir Þór Steinarsson var einnig í eldlínunni á Spáni um helgina en hann skoraði 9 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst þegar lið hans Burgos lagði Araberri 87-70 í spænsku B-deildinni.

Burgos er í öðru sæti deildarinnar með 19 sigra í 28 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×