Viðskipti innlent

Már Guðmundsson: Útilokar ekki að hverfa úr embætti áður en skipunartíma lýkur

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í síðustu viku.
Tilkynnt var um afnám gjaldeyrishafta á blaðamannafundi í síðustu viku. Vísir/Eyþór

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að hann hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni klára skipunartíma sinn í starfi seðlabankastjóra. Hann vonist þó til þess að geta komist til starfa erlendis á næstunni. Þetta sagði Már í samtali við Gunnar Atla Gunnarsson í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Már var skipaður í embætti seðlabankastjóra í ágúst 2009 en hann tók við af Davíð Oddssyni sem hafði setið í embætti frá 2005.

Hann var endurskipaður til fimm ára í ágúst 2014. Í skipunarbréfi Más vakti þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra athygli á því að hafin væri vinna við heildarendurskoðun laga um Seðlabankann og að sú skoðun gæti haft í för með sér að endurráðið yrði í yfirstjórn bankans.

Már sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni. Hann teldi rétt að upplýsa að hann hefði um nokkurra ára skeið haft hug á að skoða möguleikann á að hefja á ný störf erlendis áður en aldursmörk hamli honum um of en hann er 63 ára gamall.  

Áður en Már tók við embætti seðlabankastjóra gengdi hann starfi aðstoðarframkvæmdarstjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss.

Í yfirlýsingu sinni sagði Már að honum þætti ekki heppilegt að söðla um í starfi nú, í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum en að hans mati á enn eftir að klára mörg stór mál, meðal annars varðandi afnám fjármagnshafta.

 „Ég hef engan tíma haft til þess að hugsa um þetta á neinn hátt. Kannski kemur hann í framhaldinu. En ég lít líka mjög til þess að það á eftir að klára að setja þessar varúðarreglur sem við töluðum um að ættu að vera hluti af þessum pakka og það á að sama skapi eftir að klára að endurskoða peningastefnuna. Svo verður þetta bara að koma í ljós,“ sagði Már.  

Samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands er seðlabankastjóri skipaður til fimm ára í senn en aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Ef Már lætur ekki verða af því að hverfa úr embætti seðlabankastjóra mun skipunartíma hans því ljúka í ágúst 2019.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*