Erlent

N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA

Samkvæmt fregnum frá ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu í dag, hefur her landsins náð því sem kallað er „sögulegur árangur“ í þróun eldflaugatækni. CNN greinir frá.

Eldflaugatæknin sem um er að ræða er sérstök vél sem knýja á slíkar eldflaugar, en Norður-Kórea hafði fram að þessu ekki tekist að framleiða slíka tækni upp á eigin spýtur. Í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu er sagt að um stórsigur sé að ræða en talið er ljóst að landið sé að reyna að þróa langdrægar kjarnorkueldflaugar.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillersson, var staddur í Kína um liðna helgi þar sem hann hitti fyrir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína og voru málefni Norður-Kóreu þar ofarlega á baugi en Kínverjar hvetja til stillingar vegna málsins.

Japanir, í næsta nágrenni við Norður-Kóreu, hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og er japönskum borgurum nú kennt hvernig bregðast skal við, ef Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sínum á Japan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira