Fótbolti

Sverrir Ingi skoraði í tapi Granada

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sverrir Ingi skoraði en það dugði ekki til.
Sverrir Ingi skoraði en það dugði ekki til. vísir/getty

Sverrir Ingi Ingason skoraði mark Granada sem tapaði 3-1 fyrir Sporting Gijon í fallslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Sverrir Ingi skoraði fyrsta mark leiksins á 51. mínútu en afleitur sjö mínútna kafli Granada sem hófst þegar hálftími var til leiksloka tryggði Sporting sigurinn.

Granada féll niður í 19. sæti með tapinu en liðið er með 19 stig, átta stigum frá öruggu sæti þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni. Sporting er í sætinu fyrir ofan Granada með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira