Íslenski boltinn

Blikar skutust á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiðabliks á Val.
Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum í sigri Breiðabliks á Val. vísir/ernir

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikars kvenna í dag.

Breiðablik tyllti sér á topp riðilsins með 1-2 sigri á Val í Egilshöllinni. Blikar eru komnir með 10 stig, einu stigi meira en Valskonur.

Blikar komust yfir á 31. mínútu og Fanndís Friðiksdóttir bætti öðru marki við eftir rúman klukkutíma.

Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn í 1-2 á lokamínútunni en nær komust Valskonur ekki.

Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í Boganum á Akureyri.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Íslandsmeisturunum yfir á 10. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Zaneta Wyne metin.

Guðmunda Brynja var aftur á ferðinni á 51. mínútu en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir tryggði Þór/KA stig þegar hún jafnaði metin á lokamínútunni. Lokatölur 2-2.

Stjarnan er í 4. sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi á undan Þór/KA sem er í 5. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira