Körfubolti

Kanínurnar í tómu tjóni á heimavelli sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson þjálfar lið Svendborg Rabbits.
Arnar Guðjónsson þjálfar lið Svendborg Rabbits. Vísir/Andri Marinó

Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónssonar, tapaði í kvöld á heimavelli á móti Hørsholm 79ers, 58-67, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Þetta var uppgjör milli liðanna sem voru fyrir leikinn jöfn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en Svendborg Rabbits datt núna niður í fjórða sætið.

Kanínurnar hans Arnars hafa nú tapað fjórum heimaleikjum í röð og nýtt ár er því ekki að byrja vel í Svendborg Idrætscenter.

Stefan Bonneau, fyrrum Njarðvíkingur, var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Axel Kárason spilaði í tæpar tólf mínútur en tókst ekki að skora. Axel var með 2 fráköst og 2 villur en hann klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira