Körfubolti

Kanínurnar í tómu tjóni á heimavelli sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson þjálfar lið Svendborg Rabbits.
Arnar Guðjónsson þjálfar lið Svendborg Rabbits. Vísir/Andri Marinó

Svendborg Rabbits, lið Arnars Guðjónssonar, tapaði í kvöld á heimavelli á móti Hørsholm 79ers, 58-67, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Þetta var uppgjör milli liðanna sem voru fyrir leikinn jöfn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en Svendborg Rabbits datt núna niður í fjórða sætið.

Kanínurnar hans Arnars hafa nú tapað fjórum heimaleikjum í röð og nýtt ár er því ekki að byrja vel í Svendborg Idrætscenter.

Stefan Bonneau, fyrrum Njarðvíkingur, var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Axel Kárason spilaði í tæpar tólf mínútur en tókst ekki að skora. Axel var með 2 fráköst og 2 villur en hann klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið