Körfubolti

Fannar mætti of seint úr skíðaferð og skammaði sem aldrei fyrr | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/skjáskot

Eftir að hafa verið lítill í sér í síðasta þætti af Domino's Körfuboltakvöldi átti Fannar Ólafsson stórleik í þætti gærkvöldsins.

Fannar mætti reyndar of seint í þáttinn þar sem hann var á skíðum.

Þótt það hafi verið kalt uppi í Bláfjöllum var Fannar sjóðheitur í dagskrárliðnum Fannar skammar.

Gamli landsliðsmiðherjinn byrjaði á því að biðja aðstandendur Körfuboltakvölds og íslensku þjóðina afsökunar á frammistöðu sinni í síðasta þætti.

Fannar setti svo upp skíðahjálminn og óð af stað í sennilega bestu útgáfuna af Fannar skammar frá upphafi.

Innkomu Fannars og Fannar skammar má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira