Sport

Tyron Woodley sigraði Stephen Thompson og heldur beltinu

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty

Tyron Woodley er ennþá veltivigtarmeistari UFC eftir sigur á Stephen Thompson á UFC 209 í nótt.

Bardaginn var mjög taktískur og voru báðir bardagamenn hikandi. Báðir bardagamenn gerðu lítið yfir fimm lotur en tveir af þremur dómurunum gáfu Woodley sigurinn (48-47).

Fátt markvert gerðist yfir loturnar fimm en Woodley náði fellu í 3. lotunni. Besta augnablik bardagans var hins vegar í fimmtu lotu þegar Woodley kýldi Thompson niður tvisvar og reyndi að klára Thompson. Líkt og í fyrri bardaganum tókst Thompson að lifa af en lotan tryggði Woodley sigurinn. Woodley tókst því að verja beltið en óvíst er hver hans næsti andstæðingur verður.

Lando Vannata og David Teymur háðu skemmtilegan bardaga sem valinn var besti bardagi kvöldsins. Teymur fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu sem kom mörgum á óvart.

Alistair Overeem barðist einnig mjög vel í kvöld þegar hann sigraði Mark Hunt með rothöggi í 3. lotu en öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira