Sport

Ef Conor er skynsamur lætur hann mig lemja sig áður en hann tapar í UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather með vini sínum, Justin Bieber.
Mayweather með vini sínum, Justin Bieber. vísir/getty

Floyd Mayweather er mikið í því að skipa Conor McGregor fyrir þessa dagana.

Hnefaleikakappinn bandaríski hefur nú ráðlagt Íranum að berjast við sig og moka þar með inn peningum áður en hann tapar hjá UFC og verður ekki lengur heitasti bitinn á markaðnum.

„Munurinn á okkur er sá að hann verður að berjast. Ef ég væri hann, og væri klókur, þá myndi ég telja það sniðugt að leyfa mér að lemja hann fyrir mikla peninga áður en hann tapar í UFC. Það er góð viðskiptaákvörðun,“ sagði Mayweather.

„Það er munur á því að vera starfsmaður eða í vinnu hjá sjálfum sér. Ef einhver vill berjast við mig þá get ég bara sagt já ef ég hef áhuga. Conor þarf aftur á móti að tala við Dana White og Dana verður að tala við sína yfirmenn.

„Conor ræður ekki ferðinni í neinu. Það var spurt á sínum tíma af hverju ég væri ekki að berjast við Manny Pacquiao. Það er því af því hann var með yfirmann. Ég var ekki með neinn slíkan.“

Mayweather, sem er nýorðinn fertugur, barðist 49 sinnum á ferlinum og tapaði aldrei.

„Conor segir að ég sé hræddur aumingi. Allir þessir 49 sem ég barðist við sögðu það sama og það var alltaf sama útkoman. Ef Conor vill í alvörunni berjast þá er ég tilbúinn. Hann verður samt að hætta að blása reyk upp í rassinn á fólki. Við verðum að vita hvort hann geti gert þetta.“


Tengdar fréttir

Conor grét í sturtunni

Írska ofurstjarnan Conor McGregor er í forsíðuviðtali hjá GQ þar sem hann talar meðal annars um sínar mýkri hliðar.

Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather

Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira