Körfubolti

Bogut fótbrotnaði í fyrsta leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bogut liggur hér meiddur á vellinum í nótt. Blessaður kallinn.
Bogut liggur hér meiddur á vellinum í nótt. Blessaður kallinn. vísir/getty

Andrew Bogut hóf feril sinn með Cleveland Cavaliers í nótt og það endaði ekki vel því hann fótbrotnaði í tapi gegn Miami.

Það sem meira er þá var Bogut ekki búinn að ná einni mínútu á gólfinu er hann brotnaði. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland og tók 17 fráköst. Hann vissi strax hvað hafði gerst.

„Er hann lenti í árekstrinum heyrði ég fótinn brotna,“ sagði James.

Steph Curry og Klay Thompson voru óvenju rólegir í liði Golden State sem vann Atlanta í nótt.

Curry skoraði 24 stig og Thompson 13. Andre Iguodala kom af bekknum og skoraði 24 stig. Bekkur Warriors skoraði 55 stig gegn 37 hinum megin og það reið baggamuninn.

Úrslit:

Philadelphia-Milwaukee  98-112
Orlando-NY Knicks  105-113
Cleveland-Miami  98-106
Atlanta-Golden State  111-119
Detroit-Chicago  109-95
Memphis-Brooklyn  109-122
Charlotte-Indiana  100-88
San Antonio-Houston  112-110
Denver-Sacramento  108-96
Utah-New Orleans  88-83
LA Clippers-Boston  116-102

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira