Handbolti

Silfurliðið í Ungverjalandi hefur áhuga á Stefáni Rafni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn í leik með íslenska landsliðinu á EM 2016.
Stefán Rafn í leik með íslenska landsliðinu á EM 2016. vísir/valli

Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur áhuga á að fá hornamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson til sín í sumar.

Stefán Rafn gekk til liðs við Aalborg frá Rhein-Neckar Löwen síðasta sumar og gerði þriggja ára samning við danska liðið.

Samkvæmt vefsíðunni nordjyske.dk er Pick Szeged nálægt því að ná samkomulagi við Aalborg um kaup á Stefáni Rafni.

Stefán Rafn hefur skorað 39 mörk í 17 leikjum fyrir Aalborg á tímabilinu. Liðið situr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Pick Szeged hefur tvisvar sinnum orðið ungverskur meistari og þá er liðið fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Pick Szeged hefur lent í 2. sæti í ungversku deildinni undanfarin níu ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira