Handbolti

Silfurliðið í Ungverjalandi hefur áhuga á Stefáni Rafni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn í leik með íslenska landsliðinu á EM 2016.
Stefán Rafn í leik með íslenska landsliðinu á EM 2016. vísir/valli

Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur áhuga á að fá hornamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson til sín í sumar.

Stefán Rafn gekk til liðs við Aalborg frá Rhein-Neckar Löwen síðasta sumar og gerði þriggja ára samning við danska liðið.

Samkvæmt vefsíðunni nordjyske.dk er Pick Szeged nálægt því að ná samkomulagi við Aalborg um kaup á Stefáni Rafni.

Stefán Rafn hefur skorað 39 mörk í 17 leikjum fyrir Aalborg á tímabilinu. Liðið situr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Pick Szeged hefur tvisvar sinnum orðið ungverskur meistari og þá er liðið fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Pick Szeged hefur lent í 2. sæti í ungversku deildinni undanfarin níu ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira