Erlent

Tveir taldir látnir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hermenn hafa umkringt lóð spítalans.
Hermenn hafa umkringt lóð spítalans. Vísir/EPA
Vígamenn réðust í morgun á stærsta hersjúkrahús Kabúlborgar í Afganinistan og er nú barist á lóð spítalans að því er afganska varnarmálaráðuneytið segir.

Starfsmaður á sjúkrahúsinu segir í samtali við BBC að fyrst hafi öflug sprenging heyrst við aðalhliðið að spítalanum og að byssuhvellir hafi fylgt í kjölfarið. Annað vitni lýsir því hvernig það hafi séð mann sem íklæddur var læknasloppi draga upp sjálfvirkan riffil og hefja skothríð þar sem tveir lágu í valnum. Spítalinn sem er með fjögurhundruð sjúkrarúm er í næsta nágrenni við bandaríska sendiráðið í Afganistan.

Forseti Afganistans, Ashraf Ghani hefur þegar fordæmt árásina og bendir á að hún brjóti í bága við öll siðferðislög, hvaða trú sem menn tilheyri. Spítalar séu ávallt griðarstaðir sem forðast beri að gera árásir á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×