Körfubolti

Sonurinn er betri en ég var

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron með sonum sínum, LeBron yngri og Bryce.
LeBron með sonum sínum, LeBron yngri og Bryce. vísir/getty

Ef það var eitthvað sem son LeBron James vantaði ekki var það líklega að ekki yrði sett meiri pressa á hann. Pabbi hans er samt ekki hjálpa honum mikið þar.

Hinn 12 ára gamli LeBron James Jr. hefur sýnt að hann er afar hæfileikaríkur og pabbinn segir að sonurinn sé betri á þessum aldri en hann hafi verið.

„Ég fór ekki eins vel með boltann og hann gerir. Hann fer rosalega vel með hann og skýtur miklu betur en ég gerði á hans aldri. Ég var alltaf góður í að gefa boltann líka og það er gaman að sjá að hann hefur það líka í sér,“ sagði pabbinn stoltur.

Hér að neðan má sjá strákinn í leik og það leynir sér ekki að hann hefur hæfileikana til að fara langt.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira