Körfubolti

Sonurinn er betri en ég var

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron með sonum sínum, LeBron yngri og Bryce.
LeBron með sonum sínum, LeBron yngri og Bryce. vísir/getty

Ef það var eitthvað sem son LeBron James vantaði ekki var það líklega að ekki yrði sett meiri pressa á hann. Pabbi hans er samt ekki hjálpa honum mikið þar.

Hinn 12 ára gamli LeBron James Jr. hefur sýnt að hann er afar hæfileikaríkur og pabbinn segir að sonurinn sé betri á þessum aldri en hann hafi verið.

„Ég fór ekki eins vel með boltann og hann gerir. Hann fer rosalega vel með hann og skýtur miklu betur en ég gerði á hans aldri. Ég var alltaf góður í að gefa boltann líka og það er gaman að sjá að hann hefur það líka í sér,“ sagði pabbinn stoltur.

Hér að neðan má sjá strákinn í leik og það leynir sér ekki að hann hefur hæfileikana til að fara langt.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira