Körfubolti

Cousins urðaði yfir áhorfendur | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þráðurinn er stuttur hjá Boogie Cousins.
Þráðurinn er stuttur hjá Boogie Cousins. vísir/getty

DeMarcus Cousins, leikmaður New Orleans Pelicans, fékk nóg af kjaftinum í stuðningsmönnum LA Lakers í fyrradag.

Nokkrir félagar sem sátu rétt við bekk Pelíkananna voru duglegir að láta Cousins heyra það og vissu vel að hann heyrði í þeim.

Þeir kölluðu hann meðal annars „Fat boy“ ítrekað og reyndu að bjóða honum kleinuhringi.Í fyrstu hló Boogie að þeim en hann sprakk á endanum og var þá ekki að vanda orðavalið neitt sérstaklega eins og heyra má hér að neðan.

Áhorfendurnir voru þó himinlifandi með þann „heiður“ að Cousins hefði urðað yfir þá.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira