Handbolti

Rut færir sig um set eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut í leik með Midtjylland sem situr á toppnum í dönsku deildinni.
Rut í leik með Midtjylland sem situr á toppnum í dönsku deildinni. vísir/getty

Landsliðskonan Rut Jónsdóttir hefur gert tveggja ára samning við danska handboltaliðið Esbjerg. Rut gengur í raðir Esbjerg frá Midtjylland eftir tímabilið.

Esbjerg verður fjórða liðið í Danmörku sem Rut spilar fyrir.

Rut gekk í raðir Team Tvis Holstebro frá HK 2008 og lék með liðinu í sex ár. Hún spilaði svo með Randers í tvö tímabil áður en hún fór til Midtjylland.

Esbjerg er í 8. sæti dönsku deildarinnar sem stendur. Liðið ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili en auk Rutar hefur Esbjerg samið við danska landsliðsmarkvörðinn Söndru Töft og norsku landsliðskonuna Sannu Solberg.

Rut hefur leikið 87 leiki fyrir íslenska landsliðið og skorað 182 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira