Handbolti

Fyrsti sigur ársins hjá Mosfellingum kom á Selfossi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mosfellingar unnu langþráðan sigur í kvöld.
Mosfellingar unnu langþráðan sigur í kvöld. Vísir/Andri Marinó

Afturelding komst aftur á sigurbraut með naumum 26-25 sigri á Selfossi á útivelli í Olís-deild karla í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í tæplega þrjá mánuði eða allt frá seinasta leiknum fyrir vetrarfríið.

Eftir að hafa barist við topp deildarinnar framan af á tímabilinu voru Mosfellingar búnir að sogast niður í fimmta sæti deildarinnar eftir að hafa aðeins nælt í eitt stig í síðustu fimm leikjum.

Jafnt var á með liðunum framan af en gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik 12-13 og var því allt galopið fyrir seinni hálfleikinn.

Þar héldu liðin áfram að skiptast á mörkum en Mosfellingar reyndust sterkari á lokasprettinum og sigldu sigrinum heim á lokamínútunum.

Elvar Ásgeirsson var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk en Elvar Örn Jónsson átti stórleik í liði heimamanna með tíu mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira