Handbolti

Fyrsti sigur ársins hjá Mosfellingum kom á Selfossi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mosfellingar unnu langþráðan sigur í kvöld.
Mosfellingar unnu langþráðan sigur í kvöld. Vísir/Andri Marinó

Afturelding komst aftur á sigurbraut með naumum 26-25 sigri á Selfossi á útivelli í Olís-deild karla í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni í tæplega þrjá mánuði eða allt frá seinasta leiknum fyrir vetrarfríið.

Eftir að hafa barist við topp deildarinnar framan af á tímabilinu voru Mosfellingar búnir að sogast niður í fimmta sæti deildarinnar eftir að hafa aðeins nælt í eitt stig í síðustu fimm leikjum.

Jafnt var á með liðunum framan af en gestirnir leiddu með einu marki í hálfleik 12-13 og var því allt galopið fyrir seinni hálfleikinn.

Þar héldu liðin áfram að skiptast á mörkum en Mosfellingar reyndust sterkari á lokasprettinum og sigldu sigrinum heim á lokamínútunum.

Elvar Ásgeirsson var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk en Elvar Örn Jónsson átti stórleik í liði heimamanna með tíu mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira