Viðskipti erlent

Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu

atli ísleifsson skrifar
Höfnin í Þórshöfn. Koks er að finna nokkru suður af höfuðborginni á Straumey.
Höfnin í Þórshöfn. Koks er að finna nokkru suður af höfuðborginni á Straumey. Vísir/Getty

Íslenska þjóðin er ekki sú eina sem fagnaði því að veitingastaður í viðkomandi landi hafi loks fengið Michelin-stjörnu.

Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun, líkt og Dill í Reykjavík, Michelin-stjörnu, en þetta eru fyrstu staðirnir á eyjunum sem hljóta slíka viðurkenningu.

Um er að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá, en verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í morgun. 

Veitingastaðurinn Koks er að finna í Kirkjubøur, rétt suður af höfuðborginni Þórshöfn, og leggur áherslu á sjávarrétti. Yfirkokkur Koks hefur Poul Andrias Ziska.

Sjá má matseðilinn hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira