Íslenski boltinn

Fullt hús hjá KR-ingum og Skagamönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skúli Jón var á skotskónum í kvöld.
Skúli Jón var á skotskónum í kvöld. vísir/hanna

Tveimur leikjum er lokið í Lengjubikar karla.

KR vann 3-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni í riðli 2. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins á dögunum og þá unnu Fjölnismenn öruggan 3-0 sigur.

Öll mörk KR-inga komu í fyrri hálfleik. Kennie Chopart, Skúli Jón Friðgeirsson og Morten Beck voru á skotskónum. Gunnar Már Guðmundsson minnkaði muninn í 3-1 á 57. mínútu en nær komust Fjölnismenn ekki.

KR er á toppi riðilsins með fjögur stig en Fjölnir á botninum án stiga.

Í riðli 3 vann ÍA 0-2 sigur á HK í Kórnum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörk Skagamanna sem hafa unnið báða leiki sína í riðlinum. HK-ingar eru hins vegar stigalausir á botni riðilsins.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Fleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið