Íslenski boltinn

Fullt hús hjá KR-ingum og Skagamönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skúli Jón var á skotskónum í kvöld.
Skúli Jón var á skotskónum í kvöld. vísir/hanna

Tveimur leikjum er lokið í Lengjubikar karla.

KR vann 3-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni í riðli 2. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins á dögunum og þá unnu Fjölnismenn öruggan 3-0 sigur.

Öll mörk KR-inga komu í fyrri hálfleik. Kennie Chopart, Skúli Jón Friðgeirsson og Morten Beck voru á skotskónum. Gunnar Már Guðmundsson minnkaði muninn í 3-1 á 57. mínútu en nær komust Fjölnismenn ekki.

KR er á toppi riðilsins með fjögur stig en Fjölnir á botninum án stiga.

Í riðli 3 vann ÍA 0-2 sigur á HK í Kórnum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson og Steinar Þorsteinsson skoruðu mörk Skagamanna sem hafa unnið báða leiki sína í riðlinum. HK-ingar eru hins vegar stigalausir á botni riðilsins.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira