Körfubolti

Nate litli Robinson með stórskemmtileg tilþrif | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Nate, Marco Belinelli og LeBron James í leik á sínum tíma.
Nate, Marco Belinelli og LeBron James í leik á sínum tíma.

Nate Robinson sem er NBA-áhugamönnum kunnugur sýndi skemmtileg tilþrif í leik með Delaware 87ers í D-League deildinni í Bandaríkjunum í gær.

Robinson sem var á sínum tíma valinn með 21. valrétt af New York Knicks vakti athygli á vellinum en hann er aðeins 1,75 metri á hæð og keppti í deild sem meðalhæðin er um tveir metrar. Varð hann þrívegis valinn troðslumeistari NBA-deildarinnar.

Það hindraði hann ekki inn á vellinum en hann lék á ferli sínum með Knicks, Boston Celtics, Oklahoma City Thunder, Golden State Warriors, Chicago Bulls, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans en eftir stutt stopp í Ísrael er hann kominn í varaliðsdeild NBA-deildarinnar.

Í leik Delaware 87ers reyndu leikmenn Raptors 905 að loka á Robinson en hann fann sér leið í gegnum klof miðherjans Edy Tavares sem er tæplega 2,2 metrar. Tókst honum að keyra inn að körfunni og sækja tvö vítaskot en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira