Körfubolti

Getur ekki hætt að bora í nefið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ég læt bara vaða. Boeheim er ófeiminn við að bora í nefið.
Ég læt bara vaða. Boeheim er ófeiminn við að bora í nefið.

Hinn goðsagnakenndi þjálfari Syracuse-háskólans í körfubolta, Jim Boeheim, er mikið á milli tannanna á fólki á samfélagsmiðlum enda virðist hann ekki geta hætt að bora í nefið á leikjum.

Boeheim er orðinn 72 ára gamall og hefur þjálfað liðið síðan árið 1976. Hann er einnig aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins.

Í vetur hefur vart liðið sá leikur sem hann er ekki gripinn með puttann á kafi í nefinu á sér. Það bora vissulega allir í nefið en menn reyna að sleppa því er þeir koma fram í sjónvarpinu.

Stuðningsmenn annarra liða eru farnir að gera grín að kallinum og mæta með myndir á leiki þar sem hann er að bora í nefið. Boeheim hefur bara gaman af því. Hér að neðan má sjá svipmyndir af því er Boeheim var gripinn í bólinu á leikjum vetrarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira