Enski boltinn

Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy.
Jamie Vardy. Vísir/Getty
Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna.

„Við höfum fengið ósanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum en strákarnir vildu svara fyrir það inn á vellinum. Við viljum spila stöðugri leik en ég veit ekki af hverju þetta hefur gengið hjá okkur. Við höfum verið að leggja mikla vinnu á okkur en þetta hefur ekki ekki verið að gerast hjá okkur,“ sagði Jamie Vardy við Sky Sports eftir leikinn.

Jamie Vardy vildi alls ekki segja að hann hafi lagt meira á sig í þessum leik.

„Shakes [Craig Shakespeare] bað mig um að spila hærra uppi á vellinum. Ég gerði það og tókst aftur og aftur að komast á bak við vörnina,“ sagði Jamie Vardy.

„Ég hef verið pirraður yfir því að hafa ekki skorað fleiri mörk á þessu tímabili en vonandi ýta þess mörk mér af stað,“ sagði Vardy. Leicester komst upp úr fallsæti með þessum sigri.

„Við urðum að sýna það að væri enn lífi í okkur og að, hvort sem við myndum vinna eða tapa leiknum, þá gætum við gengið af velli með höfuðið hátt,“ sagði Vardy.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×