Enski boltinn

Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Jamie Vardy eftir leikinn.
Jürgen Klopp og Jamie Vardy eftir leikinn. Vísir/Getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City.

„Það er erfitt að finna réttu orðin eftir tapleiki. Ég ætti erfitt með að lýsa vonbrigðum mínum á þýsku en það er enn erfiðara að finna réttu ensku orðin,“ sagði Jürgen Klopp við BBC eftir leikinn.

„Það er ekki það að leikmenn Leicester hafi verið svona agressívir í kvöld heldur vantaði bara upp á kraftinn í mínu liði. Þeir voru samt vel undirbúnir og mættu tilbúnir,“ sagði Klopp.

„Það er erfitt að sætta sig við þetta fyrsta mark þeirra og þeir fengu mikinn meðbyr með því,“ sagði Klopp. Liverpool tapaði þá boltanum á miðjunni og Jamie Vardy skoraði eftir stungusendingu inn fyrir vörnina.

„Þetta var slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir. Við náðum stundum að spila meðalleik í þessum leik en stærsta hluta leiksins náðum við ekki einu sinni upp í meðalmennskuna,“ sagði Klopp.

„Við verðum að fara að sýna hverju við erum að berjast fyrir. Við eigum skilið gagnrýni eftir þessa frammistöðu. Þessi óstöðugleiki er algjörlega út í hött,“ sagði Klopp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×