Enski boltinn

Zlatan ætlar að senda Conor og Mayweather á spítala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spurning hvort Mayweather og Conor myndu ráða við þetta spark hjá Zlatan?
Spurning hvort Mayweather og Conor myndu ráða við þetta spark hjá Zlatan? vísir/getty

Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist vera búinn að fá nóg af dramatíkinni í Conor McGregor og Floyd Mayweather. Hann vill berjast við þá báða.

Mikið hefur verið slúðrað og skrifað um hugsanlegan bardaga á milli tvöfalda UFC-meistarans McGregor og hnefaleikakappans ósigrandi Mayweather.

Eftir að hafa skipst á skotum í ansi langan tíma er farið að hylla undir að þeir gæti barist eftir allt saman í lok ársins.

„Ég er búinn að fá nóg af dramatíkinni í þeim báðum. Þeir ættu að sleppa þessum fíflalátum og berjast frekar við mig. Ég mun senda þá báða beint á spítalann,“ sagði Zlatan léttur en hann var augljóslega að grínast.

Svíinn er reyndar með svarta beltið í tækvondó og er 195 sentimetrar að hæð. Hann gæti líklega valdið þeim tveimur smá vandræðum.Tengdar fréttir

Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather

Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana.

Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira