Erlent

Repúblikanar vilja rannsaka samskipti Flynn og Rússa

atli ísleifsson skrifar
Michael Flynn við innsetningarathöfn Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Michael Flynn við innsetningarathöfn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP
Leiðtogar innan raða Repúblikana í Bandaríkjunum hafa nú bæst í hóp þeirra sem kalla eftir því að samskipti Rússa og aðstoðarmanna Donalds Trump verði rannsökuð ofan í kjölinn.

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðarörgyggisráðgjafi Donalds Trump, sagði af sér á mánudag eftir að í ljós kom að hann hafði rætt við sendiherra Rússlands í Washington um viðskiptabann sem Bandaríkjamenn hafa samþykkt gegn Rússum, áður en hann tók við embætti sínu.

Slík samskipti eru með öllu ólögleg samkvæmt bandarískum lögum en óbreyttir borgarar mega ekki ræða slík diplómatísk málefni fyrir hönd ríkisins.

Flynn virðist svo hafa logið að Mike Pence varaforseta þegar hann sagðist ekki hafa rætt bannið við sendiráðsfólkið en viðurkenndi það síðar.

New York Times greinir síðan frá því að sannanir séu fyrir því að fleiri úr starfsliði forsetans hafi verið í viðræðum við Rússa um þessi mál.

Nú hafa Repúblikanar á borð við öldungadeildarþingmennina John McCain, John Cornyn og Roy Blunt kallað eftir því að öll samskipti starfsliðs Donalds Trump við Rússa verði rannökuð. Segir McCain að málið allt varpi fram spurningum um Trump og hvað hann ætlist fyrir þegar kemur að samskiptum við rússnesk stjórnvöld.

Repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur þó neitað að svara hvort hann styðji að ráðist verði í óháða rannsókn á málinu.


Tengdar fréttir

Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum

Demókratar fara fram á ítarlega rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi og að Hvíta húsið segi til um hvað og hvenær þeir hafi vitað um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×