Viðskipti innlent

Björgólfur enn undir feldi með formannsframboð SA

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA og forstjóri Icelandair Group.

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) og forstjóri Icelandair Group, hefur ekki enn ákveðið hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri á aðalfundi SA þann 29. mars næstkomandi. Þá verða liðin fjögur ár síðan hann var fyrst kjörinn í embættið.

„Vissulega hef ég velt því fyrir mér en ég sagði nú síðast þegar ég bauð mig fram að ég tæki eitt ár enn ef mér yrði treyst til þess. Ég er í raun með það í skoðun núna hvað ég geri en það styttist í niðurstöðu enda stutt í ársfund,“ segir Björgólfur í samtali við Markaðinn.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira