Formúla 1

Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Pascal Wehrlein sem mun missa af fyrstu æfingalotunni í Barselóna.
Pascal Wehrlein sem mun missa af fyrstu æfingalotunni í Barselóna. Vísir/Getty

Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar.

Wehrlein hefur verið í rannsóknum síðan og niðurstaðan er nú ljós. Hann meiddist í baki og hefur ákvörðun nú verið tekin, samkvæmt læknisráði. Hann mun sleppa fyrstu æfingalotunni í Barselóna, samkvæmt heimildum Autosport.

Sæti Wehrlein á æfingunum mun taka Antonio Giovinazzi, sem er varaökumaður Ferrari liðsins. Giovinazzi mun taka æfingarnar á móti Marcus Ericson. Hvert lið má einungis nota einn bíl í einu á æfingum fyrir tímabilið. Slíkt er til að halda kostnaði við æfingarnar niðri.

Ferrari hefur skaffað Sauber liðinu vélar síðan 2010 og er því gott samband á milli liðanna. Ferrari hefur gert Giovinazzi kleift að aka fyrir Sauber á fyrstu æfingum.

Frekari rannsóknir þurfa að fara fram á heilsu Wehrlein áður en ljóst verður hvort hann geti ekið í seinni æfingalotunni sem hefst 7. mars. Ef Wehrlein verður ekki búinn að ná sér er möguleiki á að Giovinazzi aki einnig fyrir Sauber þar.


Tengdar fréttir

Bottas: Ég get unnið Hamilton

Nýji ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas, segir að hann geti unnið liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton í baráttu um heimsmeistarakeppni ökumanna.

Manor-liðið í Formúlu 1 er gjaldþrota

Starfsfólk Manor liðsins í Formúlu 1 var sent heim í dag. Enginn kaupandi fannst en liðið var komið í skiptameðferð. Liðið er komið í gjaldþrotameðferð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira