Enski boltinn

Sturla tók víkingaklappið með stúkunni á HM St. Moritz í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason í viðtali við norska sjónvarpið.
Sturla Snær Snorrason í viðtali við norska sjónvarpið. Mynd/Fésbókarsíða Skíðasambands Íslands
Hvert hefur „íslenska“ Víkingaklappið ekki farið á síðustu átta mánuðum? Nú hefur það verið tekið á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í St. Moritz í Sviss.

Sturla Snær Snorrason er mikill stuðkarl og hann tók víkingaklappið með allri stúkunni á HM St. Moritz í dag eftir fyrri ferðina sína í stórsvigi karla.

Sturla Snær varð í 52. sæti eftir fyrri ferðina og komast því í seinni ferðina seinna. Hann var sáttur með það og fór létt með að taka víkingaklappið við góðar undirtektir heimamanna.  

Sturla Snær Snorrason náði glæsilegum árangri í gær þegar hann endaði í öðru sæti og fékk silfurverðlaun í undankeppni á HM.

Sturla  átti þá frábæra fyrri ferð og var eftir hana í 10.sæti. Í seinni átti hann einfaldlega stórbrotna ferð og var með langbesta tímann.

Fyrir mótið fær Sturla Snær 21.05 FIS punkta sem eru hans langtum bestu FIS punktar á ferlinum í stórsvigi, en á heimlista FIS í dag er Sturla Snær með 49.22 FIS punkta.

Hér fyrir neðan má sjá Sturla Snær Snorrason taka víkingaklappið með stúkunni á HM St. Moritz í dag en myndbandið var sett inn á Fésbókarsíðu Skíðasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×