Enski boltinn

Sturla tók víkingaklappið með stúkunni á HM St. Moritz í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason í viðtali við norska sjónvarpið.
Sturla Snær Snorrason í viðtali við norska sjónvarpið. Mynd/Fésbókarsíða Skíðasambands Íslands

Hvert hefur „íslenska“ Víkingaklappið ekki farið á síðustu átta mánuðum? Nú hefur það verið tekið á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í St. Moritz í Sviss.

Sturla Snær Snorrason er mikill stuðkarl og hann tók víkingaklappið með allri stúkunni á HM St. Moritz í dag eftir fyrri ferðina sína í stórsvigi karla.

Sturla Snær varð í 52. sæti eftir fyrri ferðina og komast því í seinni ferðina seinna. Hann var sáttur með það og fór létt með að taka víkingaklappið við góðar undirtektir heimamanna.  

Sturla Snær Snorrason náði glæsilegum árangri í gær þegar hann endaði í öðru sæti og fékk silfurverðlaun í undankeppni á HM.

Sturla  átti þá frábæra fyrri ferð og var eftir hana í 10.sæti. Í seinni átti hann einfaldlega stórbrotna ferð og var með langbesta tímann.

Fyrir mótið fær Sturla Snær 21.05 FIS punkta sem eru hans langtum bestu FIS punktar á ferlinum í stórsvigi, en á heimlista FIS í dag er Sturla Snær með 49.22 FIS punkta.

Hér fyrir neðan má sjá Sturla Snær Snorrason taka víkingaklappið með stúkunni á HM St. Moritz í dag en myndbandið var sett inn á Fésbókarsíðu Skíðasambandsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira