Erlent

Dubke nýr yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu

atli ísleifsson skrifar
Hvíta húsið í Washington D.C.
Hvíta húsið í Washington D.C. Vísir/Getty

Mike Dubke, stofnandi fjölmiðlafyrirtæksins Crossroads Media, mun taka við sem yfirmaður upplýsingamála í Hvíta húsinu. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag.

Gangi þetta eftir mun Dubke taka við því hlutverki sem Jason Miller, fjölmiðlafulltrúi Trump í kosningabaráttunni, var upphaflega boðið en hafnaði af fjölskylduástæðum.

Fjölmiðlafulltrúinn Sean Spicer hefur sinnt verkefnum yfirmanns upplýsingamála fyrstu vikur forsetatíðar Trump, en mun eftir ráðningu Dubke einungis sinna starfi fjölmiðlafulltrúa.

Á heimasíðu Crossroads Media er félaginu lýst sem „fremsta fjölmiðlafyrirtæki Repúblikana“ og fyrirtæki sem aðstoðar stjórmálamenn og samtök með kaup á auglýsingum í sjónvarpi, útvarpi, prent- og netmiðlum.

Dubke stofnaði félagið 2001 og stækkaði mikið í kringum forsetakosningarnar 2008.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira